Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Frestur til að fá skráðan listabókstaf rennur út klukkan 12 á hádegi 9. apríl

Stjórnmálasamtök sem hafa ekki skráðan listabókstaf hjá innanríkisráðuneytinu, en hyggjast bjóða fram við alþingiskosningarnar, skulu tilkynna það ráðuneytinu eigi síðar en klukkan 12 á hádegi 9. apríl. Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum síðar, 12. apríl kl. 12 á hádegi. Framboðum skal skila til hlutaðeigandi yfirkjörstjórna.

Landskjörstjórn auglýsir svo eigi síðar en 17. apríl fyrir hvaða stjórnmálasamtök framboðslistar eru bornir fram við alþingiskosningarnar 27. apríl og tilgreinir bókstaf hvers lista.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira