Hoppa yfir valmynd
14. mars 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skráning viðbótalauna í Oracle og útreikningar

Til allra stofnana

Til upplýsinga um skráningu og útreikning viðbótarlauna er eftirfarandi tekið fram:

  • Launategundin heitir Viðbótarlaun og er nr. 565 í launakerfinu.
  • Einungis er hægt að greiða þeim viðbótarlaun sem reglur um greiðslu viðbótarlauna taka til.
  • Upphæðin sem greiða á er skráð sem einingar og því er engin taxtategund notuð.
  • Af launategundinni reiknast aldrei félagsgjald.
  • Lífeyrissjóðaiðgjöld reiknast alltaf nema til B-deildar LSR.
  • Séreignarsparnaður er virkur og verður stofn til mótframlags.
  • Orlof er ekki greitt af viðbótarlaunum.
  • Iðgjöld til ýmissa sjóða stéttarfélaga reiknast ekki.
  • Viðbótarlaun verða stofn til tryggingagjalds.

Stofnanir geta leitað frekari upplýsinga til fjársýslu ríkisins eða ráðuneytisins eftir atvikum ef spurningar vakna. Allar áætlanir um kostnað verða að gera ráð fyrir launatengdum gjöldum sem nema annað hvort 16,84% af greiddum viðbótarlaunum eða ef viðkomandi starfsmaður á aðild að B-deild LSR 5,34%, að viðbættu mótframlagi í séreignarsparnað allt að 2%.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum