Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um mataræði, hreyfingu og holdafar Norðurlandabúa

Íslendingar innbyrða meira af sykurríkum matvælum en aðrir Norðurlandabúar og borða minna af grænmeti og ávöxtum. Fiskneysla er aftur á móti mest hér á landi. Þetta og margt fleira má lesa um í nýrri skýrslu um heilsuhegðun Norðurlandabúa sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

Skýrslan byggist á niðurstöðum kannana sem gerðar hafa verið á Norðurlöndunum í samstarfi þjóðanna. Gerðar voru kannanir á þessum þáttum árið 2011 og aftur 2014 og stóð Embætti landlæknis fyrir gerð kanananna hér á landi. Norræna ráðherranefndin fjármagnaði verkefnið sem gerir mögulegt að sjá hvernig heilsuhegðun á Norðurlöndunum hefur þróast milli áranna 2011 og 2014.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira