Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Angelina Jolie: mannréttindi lykill að friði

Angelina Jolie, sérstakur erindreki Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segir að taka verði tillit til mannréttinda og sæmdar allra Sýrlendinga, þar á meðal milljóna flóttamanna, í friðarviðræðum.

Sjö árum eftir upphaf átakanna eru 6 milljónir manna uppflosnaðir innan landamæra Sýrlands en 5,48 milljónir hafa flúið til nágrannaríkjanna. „Mesti flóttamannavandi sem um getur frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar,“ segir í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC).

Þar segir að Angelina Jolie hafi heimsótt flóttamannabúðir í Jórdaníu um helgina í fimmta skipti frá upphafi átakanna. Za’atari búðirnar eru stærstu flóttamannabúðir í Mið-Austurlöndum og hýsa 80 þúsund Sýrlendinga.

„Það ber aldrei að gleyma því að stríðið hófst í kjölfar krafna Sýrlendinga um aukin mannréttindi,“ sagði Angelina Jolie á blaðamannafundi í Za‘atari búðunum í gær. „Friður í landinu byggir á því...Það er ekki hægt að byggja frið á refsileysi allra stríðandi fylkinga sem hafa gert óbreytta borgara að skotmarki, sprengt skóla og sjúkrahús, varpað tunnusprengjum, beitt efnavopnum og notað nauðganir sem vopn í stríði.“

Sjá frétt UNRIC

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum