Hoppa yfir valmynd
12. mars 2018 Utanríkisráðuneytið

Konur krefjast úrbóta hjálparsamtaka vegna kynbundins ofbeldis

Rúmlega eitt þúsund konur í hjálparstarfi frá öllum heimshornum hafa skrifað nafn sitt undir opið bréf þar sem krafist er endurskoðunar á viðbrögðum við kynferðislegri áreitni og misnotkun. Kallað er eftir því að endir verði bundinn á „núverandi menningu þöggunar, refsi- og aðgerðarleysis.“ Ellefu íslenskar konur skrifa nafn sitt á listann.

Bréfinu var dreift með tölvupóstum og innan hópa á samfélagsmiðlum áður en það var gert opinbert á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í síðustu viku, 8. mars. Alls skrifa 1,111 konur frá 81 landi undir bréfið. Flestar kvennanna voru tilbúnar að setja nafn sitt við áskorunina en rúmlega 200 konur kusu að vera ónafngreindar.

Í bréfinu er krafist endurskoðunar á þremur meginþáttum: samtök verði að treyst konum, taka ásakanir þeirra alvarlega og bregðast skjótt við; þau eigi að hvetja og vernda uppljóstrara sem veita upplýsingar um misbeitingu; og þau eiga að veita skilvirka forystu með nauðsynlegu fjármagni til að koma endurbótunum í höfn.

Upphafleg drög að bréfinu má rekja til fjögurra kvenna í hjálparstarfi, Alexíu Pepper de Caires, Söru Martin, Önnu Quesney og Daniellu Spencer – en þær eiga það sameiginlegt að hafa barist gegn kynferðislegu ofbeldi innan hjálparstarfs árum saman. Boðskapur þeirra hefur fengið byr undir vængi á síðustu vikum þar sem fjöldi kvenna hefur stigið fram með frásagnir af kynferðislegri áreitni og misnotkun.

Konurnar sem skrifa undir bréfið hvetja starfsmenn hjálparsamtaka til þess að deila bréfinu með samstarfsfólki og nota myllumerkin #AidOpenLetter, #AidToo, og #ReformAid“ á Twitter. Þá er stuðningsfólk hvatt til þess að þrýsta á samtök/stofnanir til þess að fylgja eftir þeim meginatriðum sem lýst er í bréfinu.

Skýrslan: HARASSMENT, ABUSE AND EXPLOITATION IN THE AID SECTOR: COWBOYS AND CONQUERING KINGS, eftir Danielle Spencer/ Sexualexploitationreport.org

In-Depth: Exploitation and Abuse/ IRIN

  • Konur krefjast úrbóta hjálparsamtaka vegna kynbundins ofbeldis - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum