Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Stýrihópur um innanlandsflug hittist á fyrsta fundi

Fyrsti fundur stýrihóps ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um málefni innanlandsflugs átti fund í dag. Fulltrúi ríkisins er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögfræðingur, fulltrúi Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur er fulltrúi Icelandair Group. Formaður hópsins er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sameiginlegur fulltrúi aðilanna þriggja.

Frá Reykjavikurflugvelli.
Frá Reykjavikurflugvelli.

Í samkomulaginu, sem undirritað var 25. október síðastliðinn, kemur fram að aðilar eru sammála um að fyrsti kostur fyrir innanlandsflugvöll sé á höfuðborgarsvæðinu og að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði starfræktur í núverandi mynd með tveimur flugbrautum til ársins 2022. Í samkomulaginu felst einnig að vinna verður hafin við að fullkanna aðra kosti fyrir framtíðarstaðsetningu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu.

Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn leiti samráðs við ýmsa aðila og á fundinum í dag var ákveðið að kalla eftir fulltrúum í samráðshóp. Leitað verður meðal annars til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins, hagsmunaaðila í flugi, Landspítala, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og fulltrúa áhugahópa sem eru með og á móti flutningi flugvallarins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum