Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2000 Dómsmálaráðuneytið

Skilríki sem Íslendingur skal hafa meðferðis á ferðum innan Evrópu

a. Ferðir innan Norðurlanda

Norrænu ríkin gera ekki þá kröfu til íslenskra ríkisborgara að þeir hafi undir höndum vegabréf á ferðum sínum til Norðurlandanna. Þó þurfa menn að vera viðbúnir því að geta sannað á sér deili og í því efni er ekkert skjal öruggara en vegabréfið. Við innritun í flug í norrænum flughöfnum fer það t.d. eftir reglum hvers flugfélags hvaða kröfur eru gerðar um auðkenningu og mun algengt að þau geri kröfu um ID kort eða vegabréf, en víða eru ökuskírteini einnig viðurkennd í þessu samhengi. Norðurlöndin munu hins vegar ekki krefjast þess að íbúar annarra Norðurlanda framvísi vegabréfi við innritun á gististöðum. Í því sambandi munu önnur fullnægjandi skilríki, svo sem ökuskírteini, vera fullnægjandi. Hið sama mun gilda samvæmt íslenskum reglum gagnvart borgurum annrra Schengenríkja þar sem við innritun til gistingar verður einungis krafist fullnægjandi skilríkja..

b. Ferðir til annarra Schengenríkja

Samkvæmt Schengensamningnum ákveður hvert ríki fyrir sig hvaða kröfur það gerir um skilríki, sem fólk skal hafa undir höndum, til að geta fært sönnur á hver viðkomandi er. Af þessum ástæðum er eindregið mælt með því að fólk hafi ávallt undir höndum vegabréf í ferðum sínum til annarra Schengenríkja en Norðurlandanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum