Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Þormóður Þormóðsson skipaður forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa

Þormóður Þormóðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa frá og með 1. september 2004 til 1. september 2009. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, afhenti honum skipunarbréfið í dag.

Sturla Böðvarsson og Þormóður Þormóðsson
Ný skipaður forstöðumaður Rannsóknarnefndar flugslysa

Það er í samræmi við ný lög nr. 35/2004 sem Þormóður er skipaður í starf forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa, en hann var áður formaður Rannsóknarnefndar flugslysa. Frestur til að sækja um starfið rann út 30. júní síðastliðinn og var umsókn Þormóðs sú eina sem barst.

Heimasíða Rannsóknarnefndar flugslysa er: www.rnf.isEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira