Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2018 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmd siglingaverndar í umsagnarferli

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú birt til umsagnar í Samráðsgáttinni drög að breytingu á reglugerð um framkvæmd siglingaverndar. Með drögunum eru lagðar til breytingar sem fela í sér að Samgöngustofa skuli tilnefna stjórnvald hafnaverndar fyrir hverja höfn og það stjórnvald skuli vera ábyrgt fyrir gerð og framkvæmd verndaráætlana. Opið er fyrir innsendingu umsagna til og með 30. apríl nk.

Lagðar eru til breytingar á 5. gr. reglugerðar nr. 265/2008 sem fjallar um stjórnvald hafnaverndar. Í gildandi reglugerð segir að eigendur hafnar skuli fela hafnarstjórn að fara með stjórn og ábyrgð hafnaverndar en verndarfulltrúi hafnar fari með daglega stjórn og framkvæmd hafnaverndar. Þá skuli hafnarstjórn viðkomandi hafnar vera ábyrg fyrir gerð og framkvæmd áhættumats og verndaráætlunar hafnar.

Breytingarnar sem lagðar eru til þykja gæta betra samræmis við orðalag 5. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og -ráðsins 2005/65/EB frá 26. október 2005 um að efla hafnavernd sem kveður á um að aðildarríki skuli tilnefna stjórnvald hafnaverndar. Þannig eru breytingarnar til þess fallnar að reglugerðin stuðli betur að því að íslenska ríkið uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar samkvæmt tilskipuninni.

Breytingarnar sem lagðar eru til hafa ekki í för með sér breytingar á framkvæmd siglingaverndar, en í dag er framkvæmdin í samræmi við þær breytingar sem lagðar eru til.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira