Hoppa yfir valmynd
7. desember 2023

Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sendiráð Íslands í París tekur þátt í 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur yfir frá 25/11 til 10/12. Appelsínugulur litur átaksins táknar von og bjarta framtíð stúlkna og kvenna án ofbeldis.Yfirskrift átaksins í ár er yfirskriftinni „Sameinumst! Fjárfestum í aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi gagnvart konum og stúlkum.“

Ísland leggur mikla áherslu á kynjajafnrétti í alþjóðlegu samstarfi og leiðir nú sérstakt aðgerðabandalag gegn kynbundnu ofbeldi innan átaksverkefnis UN Women „Kynslóð jafnréttis". Ísland hefur sett fram 23 skuldbindingar til að binda enda á kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og framkvæmd þeirra gengur framar vonum.

Kynbundið ofbeldi er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum og fyrirfinnst á öllum sviðum samfélagsins. Samkvæmt tölum frá UN Women hefur ein af hverjum þremur konum og stúlkum verið beitt kyndbundnu eða kynferðislegu ofbeldi um ævina. Til viðbótar bætist við stafrænt áreiti og ofbeldi sem konur og stúlkur verða fyrir. Um 86% kvenna og stúlkna búa í ríkjum sem ekki veita lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. Þá bjuggu yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna á átakasvæðum árið 2022, eða helmingi fleiri en árið 2017, þar sem konur eru margfalt líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum