Hoppa yfir valmynd
7. október 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Íslenska átaksverkefnið gegn verslun með konur

Á fundi ríkisstjórnarinnar 4. október 2002 var samþykkt sameiginleg tillaga frá félagsmálaráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra um að einni milljón krónu verði varið af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2002 til að styrkja íslenska átakið gegn verslun með konur.

Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp og jafnframt formann hans hinn 23. maí 2002, en í honum sitja bæði opinberir aðilar og fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum.

Starfshópurinn hefur haldið nokkra fundi og hafa ýmsir kostir verið ræddir varðandi verkefnið á Íslandi. Eitt af því sem starfshópurinn hefur komist að niðurstöðu um er að leggja til að gefið verði út blað, þar sem ítarleg umfjöllun verði um verslun með konur og í kjölfarið verði haldin ráðstefna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum