Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fréttatilkynning

Félagsmálaráðherra og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Valgerður H. Bjarnadóttir, hafa orðið sammála um að hún láti af störfum. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar dóms í Héraðsdómi Norðurlands eystra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og lýtur að ráðningu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar.

Það er samdóma álit félagsmálaráðherra og framkvæmdastýru Jafnréttisstofu að hún hafi ekki brotið gegn lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í störfum sínum. Hins vegar hafi málið og umfjöllun um það haft þau áhrif að Jafnréttisstofa geti ekki sinnt hlutverki sínu með þeim hætti sem nauðsynlegt er að óbreyttu.

Valgerður lætur af störfum framkvæmdastýru nú þegar en mun á næstu vikum skila af sér starfi sínu. Gert er ráð fyrir að starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu verði auglýst laust til umsóknar á næstu vikum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum