Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skipun samráðshóps um aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna

Alþingi samþykkti þann 13. júní síðastliðinn tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Í þingsályktunartillögunni er kveðið á um að á vettvangi Stjórnarráðsins skuli skipaður samráðshópur fulltrúa félagsmála-, heilbrigðis- og tryggingamála-, dóms- og kirkjumála-, fjármála- og menntamálaráðuneyta.

Eftirfarandi aðilar hafa verið skipaðir í samráðshópinn: Bragi Guðbrandsson formaður, Bryndís Helgadóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Margrét Björnsdóttir og Védís Grönvold. Varamenn eru Oddný Sturludóttir, Gunnar Narfi Gunnarsson, Eyþór Benediktsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Steingrímur Sigurgeirsson.

Meginhlutverk hópsins er að stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum