Hoppa yfir valmynd
11. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Ráðstefna um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris

Minnt er á ráðstefnu um réttarstöðu og velferð barna við andlát foreldris sem innanríkisráðuneytið stendur að ásamt velferðarráðuneyti og Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík á morgun, miðvikudag 12. október, og stendur millil klukkan 9 og 12.

Markmið ráðstefnunnar er meðal annars að miðla þekkingu um stöðu málefnisins, vekja umræðu og hafa áhrif til umbóta á réttarstöðu ungra barna og þjónustuúrræðum fyrir fjölskyldur. Nokkrir sérfræðingar flytja erindi um ýmsar hliðar þessa efnis og endað verður á pallborðsumræðum.

Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum