Hoppa yfir valmynd
12. júní 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með forseta Þýskalands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. 

Forsætisráðherra og forseti Þýskalands ræddu meðal annars loftslagsmál og sjálfbæra þróun. Þá ræddu þau uppgang populisma og þróun innan Evrópusambandsins.

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, og Elke Büdenbender forsetafrú voru einnig gestir forsætisráðherra í Marshallhúsinu fyrr í dag þar sem þau snæddu hádegisverð ásamt fylgdarliði og skoðuðu vinnustofu Ólafs Elíassonar listamanns.

Forseti Þýskalands er í tveggja daga opinberri heimsókn hingað til lands í boði forseta Íslands. Forsetahjónin munu á morgun heimsækja staði á Suðurlandi áður en þau fara af landi brott á föstudaginn.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

11. Sjálfbærar borgir og samfélög
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum