Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2011 Innviðaráðuneytið

Fundað með skólamönnum sveitarfélaga

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga átti á dögunum árlegan fund með forstöðumönnum skólaskrifstofa og grunnskólafulltrúum sveitarfélaga. Hafa slíkir fundir verið haldnir árlega síðustu árin.

Á fundinum fjallaði Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs, um tillögur starfshóps um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðsins sem kynntvar voru á liðnu hausti. Þá ræddi Hulda Karen Daníelsdóttir, kennsluráðgjafi og verkefnastjóri, um nokkur verkefni sem hún stýrir og Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði, skýrði frá flutningi á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga og hlutverki Jöfnunarsjóðs í því sambandi.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fundar með skólamönnum 2011.

Í lok fundar ræddu Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, og Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Greiningarstöðinni um SIS matið. Þann hluta fundarins sat einnig Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum