Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2014 Forsætisráðuneytið

4. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta 
  3. Framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamvinnu
  4. Önnur mál

Fundargerð 

4. fundur – haldinn föstudaginn 14. febrúar 2014, kl. 9.15, í Þjóðmenningarhúsinu, stofu Jóns Sigurðssonar, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Sigurður Líndal, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Freyja Haraldsdóttir, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Skúli Magnússon, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. 

Þá sátu fundinn þau Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis, og Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á sömu skrifstofu og ritari nefndarinnar. 

Formaður setti fundinn og stýrði honum. 

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 3. fundar, föstudaginn 31. janúar 2014, var send nefndarmönnum með tölvupósti 12. febrúar. Engar athugasemdir komu fram og telst fundargerðin samþykkt.

2. Þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta 

Uppfært minnisblað (drög), í kjölfar umræðna á 3. fundi, var sent nefndarmönnum 12. febrúar. 

Rætt var almennt um minnisblaðið og gerðar við það ýmsar athugasemdir. Samþykkt að ný drög verði send nefndarmönnum þriðjudaginn 18. febrúar. Frestur nefndarmanna til skriflegra athugasemda verður til og með mánudeginum 24. febrúar.

3. Framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamvinnu 

Minnisblað (drög) var sent nefndarmönnum 12. febrúar. Orðið gefið laust og rætt efnislega um framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamvinnu, með áherslu á eftirfarandi atriði: 

Afstaða nefndarinnar. 

  1. Stöðumat (fræðileg/pólitísk greining því hvort breytinga(r) er þörf).
  2. Sér nefndin fyrir sér miklar breytingar eða litlar? Breytingar í einu lagi eða áföngum? Þarf sérstakt ferli?
  3. Framtíðarsýn og markmið við endurskoðun.
  4. Helstu leiðir/áherslur að mati nefndarinnar og áhrif þeirra. 

Ákveðið var að fela formanni að stýra frekari vinnslu á minnisblaðinu, í samræmi við það sem fram kom í umræðum. Send verða út drög að uppfærðu minnisblaði og nefndarmenn munu geta brugðist við því skriflega.

4. Önnur mál 

Vinna við vefmál nefndarinnar er vel á veg komin og nefndarmenn hafa fengið þar aðgang. 

Nefndarmenn hafa fengið sent yfirlit yfir helstu heimildir um málefni stjórnarskrárinnar, auk tengla í gagnlegt efni á vef Alþingis. 

Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 28. febrúar, á reglulegum fundartíma og fundarstað nefndarinnar. Þar verður fjallað um auðlindir og umhverfismál (þó aðskilin minnisblöð).

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.46.

SG skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum