Hoppa yfir valmynd
26. október 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna réttindavaktar : Að skilja vilja og vilja skilja

Hvernig er hægt að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir til að fara með sjálfræði sitt? Um þetta fjallar ráðstefna réttindavaktar velferðarráðuneytisins 24. nóvember. Aðalfyrirlesari er dr. Joanne Watson frá Dekain háskólanum í Melbourne, Ástralíu. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura í Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þeim sem af ýmsum ástæðum tjá sig með óhefðbundnum hætti. Réttur þeirra til aðstoðar við að fara með sjálfræði sitt verður skoðað út frá samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Megináherslan verður lögð á þær leiðir sem hafa reynst vel í þessum efnum. Fyrirlesarar sem fram koma á ráðstefnunni hafa í samræmi við það fjölbreyttan bakgrunn og koma þar við sögu fatlaðir einstaklingar, réttindagæslumenn, starfsfólk félagsþjónustu, kennarar og fleiri.

  Dr. Joanne Watson

 Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, dr. Joanne Watson

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, dr. Joanne Watson, er talmeinafræðingur, hefur stundað fræðimennsku og rannsóknir á þessu sviði, og er með þrjátíu ára reynslu af því að starfa með fötluðu fólki. Starfsvettvangur hennar teygir sig víða, því hún hefur unnið á þessu sviði í þremur heimsálfum, í Ástralíu, Kína, Hong Kong og Bandaríkjunum. Síðast en ekki síst er hún þekktur fyrirlesari, auk þess að hafa skrifað fræðigreinar og verið meðhöfundur bóka á sínu sérsviði. Sem stendur starfar Joanne við Dekain University í Melbourne.

Joanne mun á ráðstefnunni greina frá doktorsrannsókn sinni og lýsa verklagi sem hún hefur þróað til að lesa í vilja fólks sem ekki getur tjáð sig á hefðbundinn hátt. Hún mun í tengslum við ráðstefnuna miðla frekar af þekkingu sinni og reynslu til þeirra sem áhuga hafa.

Ráðstefna réttindavaktarinnar er haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, Öryrkjabandalag Ísland og Landssamtökin Þroskahjálp. 

Aðgangur er ókeypis og er ráðstefnan fjármögnuð í gegnum framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum