Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Aðeins má mæla með einum framboðslista

Meðmælandi framboðslista skal vera með kosningarrétt í hlutaðeigandi kjördæmi og má aðeins mæla með einum lista við hverjar alþingiskosningar. Ef sami kjósandi hefur mælt með fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki afturkallað stuðningsyfirlýsingu sína eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn.

Fjöldi meðmælenda við lista skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Þetta felur í sér að fjöldi yfirlýstra stuðningsmanna lista í kjördæmi með 10 þingsæti skal vera á bilinu 300-400, en á bilinu 330-440 í kjördæmi með 11 þingsæti. Skrifleg yfirlýsing meðmælenda í hlutaðeigandi kjördæmi þarf að fylgja framboðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira