Hoppa yfir valmynd
4. maí 2016 Forsætisráðuneytið

Mál nr. 2/2016

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála

 

A

gegn

Matvælastofnun

 

Kærandi, sem er karl, kærði ráðningu í starf sérfræðings á skrifstofu búnaðarmála hjá Matvælastofnun en hann taldi sig hæfari en karlinn sem ráðinn var. Ekki var um að ræða mismunun við ráðningu í starf á grundvelli kyns, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Í ljósi þess að kæruefnið fellur utan verksviðs kærunefndarinnar var kærunni vísað frá nefndinni, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 50/2003.

 

1.        Á fundi kærunefndar jafnréttismála hinn 4. maí 2016 er tekið fyrir mál nr. 2/2016 og kveðinn upp svohljóðandi úrskurður:

2.        Með kæru, dagsettri 2. maí 2016, kærði A, ákvörðun Matvælastofnunar um að ráða karl í starf sérfræðings á skrifstofu búnaðarmála hjá stofnuninni. Kærandi telur að með ráðningunni hafi kærði brotið gegn lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

MÁLAVEXTIR

3.        Kærði auglýsti laust starf sérfræðings á skrifstofu búnaðarmála hjá stofnuninni þann 26. febrúar 2016. Alls bárust alls 16 umsóknir og af þeim voru sjö boðaðir í viðtal en kærandi var ekki einn af þeim. Tekin var ákvörðun um að ráða karl í starfið.

SJÓNARMIÐ KÆRANDA

4.        Kærandi rekur náms- og starfsferil sinn og telur að hann hafi verið hæfari til að gegna umræddu starfi en sá sem ráðinn var. Kærandi telur að hann hafi átt rétt á að vera kallaður í viðtal og jafnframt að hann hafi uppfyllt betur hæfnisskilyrði til starfsins.

NIÐURSTAÐA

5.        Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, kemur fram að markmið laganna sé að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Verkefni kærunefndar jafnréttismála er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort ákvæði laga þessara hafi verið brotin, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna. Í 1. mgr. 26. gr. laganna er mælt fyrir um að atvinnurekendum sé meðal annars óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns.

6.        Erindi kæranda, sem er karl, lýtur að þeirri ákvörðun kærða að skipa karlí starf sérfræðings á skrifstofu búnaðarmála hjá kærða. Telst málið þar með ekki varða mismunun á grundvelli kyns, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá kærunefndinni, sbr. 4. gr. reglugerðar um kærunefnd jafnréttismála, nr. 50/2003.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð

Máli þessu er vísað frá kærunefnd jafnréttismála.

 

Erla S. Árnadóttir

Björn L. Bergsson

Þórey S. Þórðardóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira