Hoppa yfir valmynd
30. desember 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Fagráð sjúkraflutninga skipað

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi
Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað fagráð sjúkraflutninga til fjögurra ára. Hlutverk fagráðsins er að vera ráðherra til ráðgjafar um öll fagleg málefni varðandi sjúkraflutninga og stefnumótun á þessu sviði. Ráðið er skipað samkvæmt reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga nr. 262/2011.

Helstu verkefni fagráðs sjúkraflutninga eru að gera tillögur til velferðarráðherra um starfsreglur, staðla, verkferla, vinnuferla eða aðrar þær reglur og þjónustuviðmið sem gilda skulu um sjúkraflutninga. Fagráðið skal einnig fjalla um menntun sjúkraflutningamanna og annarra heilbrigðisstétta sem taka þátt í sjúkraflutningum og skyldri starfsemi, námslýsingar og hæfniskröfur.

Fagráð sjúkraflutninga heyrir undir velferðarráðuneytið. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa er formaður ráðsins og einnig faglegur yfirmaður lækna sem hafa umsjón með sjúkraflutningum í heilbrigðisumdæmum.

Fagráðið er svo skipað:

  • Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, formaður.
  • Bára Benediktsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum heilbrigðisstofnana fyrir hönd heilbrigðisumdæma.
  • Guðlaug Björnsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd kaupenda þjónustu.
  • Hildigunnur Svavarsdóttir, tilnefnd af Sjúkraflutningaskólanum sem menntastofnun sjúkraflutningafólks.
  • Birgir Finnsson, tilnefndur af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd rekstraraðila sjúkraflutninga.
  • Marinó Már Marinósson, tilnefndur af Rauða krossi Íslands sem rekstraraðili sjúkraflutningatækja.
  • Sveinbjörn Berentsson, fulltrúi fagráðs sjúkraflutningamanna, tilnefndur af Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. 

Skipunartími fagráðsins er frá 1. janúar 2012 – 31. desember 2015.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum