Hoppa yfir valmynd
12. maí 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Frá undirritun samningsins
Frá undirritun samningsins

Vel var tekið á móti félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra við komu þeirra að Sólheimum í Grímsnesi 8. maí s.l. Erindi þeirra að Sólheimum var að undirrita nýjan þjónustusamning milli félagsmálaráðuneytisins og Sólheima. Samningurinn kveður m.a. á um að Sólheimar veiti 40 fötluðum íbúum á Sólheimum þjónustu í búsetu og atvinnu samkvæmt lögunum um málefni fatlaðra.

Í ávarpi félagsmálaráðherra kvaðst hann trúa því að með undirritun nýs samnings við Sólheima væri um að ræða nýtt upphaf að góðum samskiptum ríkis og Sólheima. Ráðherra taldi vænlegra til árangurs að horfa fram á veginn í samskiptum ríkisins og Sólheima en til baka og lagði áherslu á að standa þyrfti vörð um það góða starf sem fram færi á Sólheimum.

Að lokinni athöfn var gestum boðið til leiksýningar á Latabæ þar sem fatlaðir og ófatlaðir íbúar Sólheima stigu á svið. Sýningin fékk frábærar viðtökur og voru leikendur klappaðir upp í lok sýningar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum