Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2004 Utanríkisráðuneytið

Mannréttinda verði gætt í baráttu gegn hryðjuverkum

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flutti ávarp við almenna umræðu um mannréttindi í 3. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, mánudaginn 1. nóv. Sú nefnd fjallar einkum um félags- mannúðar- og menningarmál.

Í ávarpi sínu sagði fastafulltrúinn m.a. að í baráttunni gegn hryðjuverkum sé mikilvægt að kasta ekki fyrir róða mannréttindum, heldur virða grundvallarmannréttindi sem staðfest séu í alþjóðsamningum.

Þá sagði hann að skortur á umburðarlyndi trúaðra gagnvart öðrum trúarbrögðum væri áhyggjuefni. Sameinuðu þjóðirnar gegni veigamiklu hlutverki við að snúa þeirri þróun til betri vegar.

Ræða fastafulltrúa fylgir hjálagt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum