Hoppa yfir valmynd
27. júní 2016 Dómsmálaráðuneytið

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

Flestir sem heimsóttu vefinn síðustu daga skoðuðu upplýsingar um kjörskrá, kjörstaði og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Kjósendur gátu kannað hvar þeir voru á kjörskrá í forsetakosningunum og birtar voru upplýsingar um kjörstaði um allt land. 

Á kosningavefnum, sem uppfærður er fyrir hverjar kosningar, er einnig að finna ítarlegar upplýsingar og fróðleik um framkvæmd kosninga, svo sem leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjördag, sem ráðuneytið hefur látið vinna. Þá eru á vefnum upplýsingar á táknmáli auk auðlesins efnis um kosningarnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum