Hoppa yfir valmynd
14. desember 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 103, 14. desember 2000. Alþjóðasamningur gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi

Utanríkisráðuneytið

Fréttatilkynning

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 103


Þórður Ægir Óskarsson, fastafulltrúi Íslands hjá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín, undirritaði í gær, á alþjóðaráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum Sameinuðu þjóðanna og ítalskra stjórnvalda í Palermo á Sikiley, alþjóðasamning gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi. Honum fylgja tvær bókanir, sem fjalla annarsvegar um baráttu gegn mansali, einkum kvenna og barna, og hinsvegar um aðgerðir gegn smygli á innflytjendum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 14. desember 2000.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum