Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Forseti Indlands, Dr. A.P.J. Abdul Kalam (t.v.) og Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra (t.h.)
Afhending trúnaðarbréfs á Indlandi

Dr. Gunnar Pálsson afhenti 18. janúar 2007, forseta Indlands, Dr. A.P.J. Abdul Kalam, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Indlandi með aðsetur í Nýju Delí. Athöfnin fór fram í Rashtrapati Bhavan, forsetahöllinni í Delí.

Að athöfninni lokinni ræddi forsetinn um mikilvægi þess að hagsmunir Indlands og Íslands fylgdust að og skiluðu mestum árangri. Honum var mikið í mun að koma á auknum tengslum Indlands og annarra ríkja á sviði menntunar, vísinda og tækni og gerði mikilvægi mannauðs í ungu fólki undir sautján ára aldri að sérstöku umtalsefni. Nefndi hann að Ísland og Indland ættu samleið á mörgum sviðum og tiltók sérstaklega vetnissamstarf.

Sendiráð Íslands á Indlandi var stofnað í febrúar 2006.



Frá afhendingu trúnaðarbréfs á Indlandi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá vinstri: Helga Þórarinsdóttir, sendiráðsfulltrúi, Auðunn Atlason, sendiráðunautur, Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, Dr.A.P.J.Kalam, forseti Indlands, Rajiv Sikri, aðstoðarutanríkisráðherra, V.Ashok, skrifstofustjóri Evrópuskrifstofu, og Sunil Lal, prótókollstjóri.

 



Forseti Indlands, Dr. A.P.J. Abdul Kalam (t.v.) og Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra (t.h.)
Afhending trúnaðarbréfs á Indlandi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum