Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2007 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur í Tókýó

Vefsetur sendiráðs Íslands í Tókýó
Vefsetur sendiráðs Íslands í Tókýó

Sendiráð Íslands í Tókýó var opnað árið 2001. Sendiráðið þjónar Japan og tveimur öðrum ríkjum, Austur-Tímor og Filippseyjum.

Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála.

Stofnað var til stjórnmálasambands á milli Íslands og Japans 8. desember 1956 og munu löndin því fagna 50 ára stjórnmálasambandsafmæli sínu síðar á þessu ári.

Nýtt vefsetur sendiráðsins - www.iceland.org/jp - er á þremur tungumálum: japönsku, ensku og íslensku. Vefsetrið hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.



Vefsetur sendiráðs Íslands í Tókýó
Vefsetur sendiráðs Íslands í Tókýó

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum