Hoppa yfir valmynd
5. september 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Heilsufar út frá jafnréttissjónarmiðun

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneyti

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar: 

Kyn ein­stak­linga hef­ur mik­il áhrif á heilsu. Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO) er heilsa kvenna og stúlkna í mörg­um lönd­um verri en heilsa karla, og það er mat stofn­un­ar­inn­ar að ástæður þess megi rekja til mis­mun­un­ar á grund­velli kyns sem á ræt­ur að rekja til fé­lags­legra, efna­hags­legra og menn­ing­ar­legra þátta.

Atriði sem geta haft sér­stök áhrif á heilsu og það hvernig heil­brigðisþjón­ustu kon­ur fá eru til dæm­is lægra mennt­un­arstig kvenna en karla í mörg­um lönd­um heims, launamun­ur kynj­anna og kyn­bundið of­beldi.

Ég er full­viss um að það er mik­il­vægt að skoða áhrifaþætti heilsu út frá kynja- og jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum og hef því ákveðið að láta gera rann­sókn um heilsu­far lands­manna út frá því sjón­ar­horni, og gera mat á því hvort heil­brigðisþjón­ust­an hér­lend­is taki mið af ólík­um þörf­um kynj­anna. Að sjálf­sögðu er brýnt að skoða þessa þætti með ýmsa viðkvæma hópa í huga, en þessi vinna er fyrsta skrefið í því verk­efni. Byggt verður á fyr­ir­liggj­andi gögn­um úr heil­brigðis­kerf­inu og al­manna­trygg­inga­kerf­inu og niður­stöðum kann­ana sem tengj­ast mál­efn­inu. Fyr­ir­mynd að verk­efn­inu er sótt í niður­stöður nefnd­ar heil­brigðisráðherra um heilsu­far kvenna frá ár­inu 2000. Heil­brigðisráðuneytið hef­ur samið við fé­lags­vís­inda­svið Há­skóla Íslands um gerð rann­sókn­ar­inn­ar sem Finn­borg S. Steinþórs­dótt­ir nýdoktor í kynja­fræði mun ann­ast.

Niður­stöður nefnd­ar­inn­ar um heilsu­far kvenna frá ár­inu 2000 bentu til þess að kon­ur búi að nokkru leyti við lak­ara heilsu­far en karl­ar, að þær nýti heil­brigðisþjón­ustu meira en þeir, séu send­ar í fleiri rann­sókn­ir, fái oft­ar sjúk­dóms­grein­ingu og meðferð og sé ávísað lyfj­um í meira mæli en körl­um. Á þeim tíma sem nefnd­in starfaði skorti mjög á að upp­lýs­ing­ar um heilsu­far lands­manna væru sund­urliðaðar eft­ir kyni og aldri. Ætla má að mikið hafi áunn­ist í öfl­un kyn­greindra gagna og upp­lýs­inga og því er að mínu mati til­efni til þess að ráðast í sam­bæri­lega vinnu við skoðun á þessu efni og gert var fyr­ir tutt­ugu árum. Mark­miðið er hið sama og áður, þ.e. að greina kyn­bund­in mun á heilsu­fari og í hverju hann felst og hvort þjón­usta heil­brigðis­kerf­is­ins mæti ólík­um þörf­um kynj­anna sem skyldi. Við grein­ing­una verður jafn­framt horft til þess að fleiri þætt­ir en kyn skil­greina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsu­far þeirra.

Gagna­öfl­un vegna verk­efn­is­ins er þegar haf­in en gert er ráð fyr­ir að niður­stöður liggi fyr­ir í skýrslu fyr­ir lok þessa árs. Byggt á niður­stöðum verk­efn­is­ins verða lagðar fram til­lög­ur til úr­bóta. Þætt­ir sem verða skoðaðir eru til dæm­is fjöl­skyldu­gerð, mennt­un, neyslu­venj­ur, lyfja­notk­un, sjúk­dóm­ar, ör­orka, efna­hag­ur og bólu­setn­ing­ar. Ég er sann­færð um að þetta er mik­il­væg vinna og hlakka til að sjá niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar.

Grein heilbrigðisráðherra birtist í Morgunblaðinu 5. september 2020.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum