Hoppa yfir valmynd
27. maí 2022 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra fundar með forstöðumönnum stofnana MAR

Formenn stofnana MAR ásamt forstöðumönnum stofnana, skrifstofustjórum, ráðuneytisstjóra og ráðherra. - myndDL

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, fundaði með forstöðumönnum stofnana matvælaráðuneytisins, miðvikudaginn, 25 maí.

Markmið fundarins var að styrkja í senn samskipti stofnananna innbyrðis og við starfsfólk ráðuneytisins. Á fundinum var farið yfir þau sameiginlegu mál sem snúa að rekstri stofnananna og þær áskoranir sem við blasa á næstunni.


Á fundinn mættu forstöðumenn Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar, Landgræðslunnar, Matís, Matvælastofnunar og Skógræktarinnar. Af hálfu ráðuneytisins mættu ásamt ráðherra og aðstoðarmönnum, ráðuneytisstjóri og skrifstofustjórar.

„Það er okkur sem störfum innan ráðuneytisins mikilvægt að viðhalda sem bestu sambandi við okkar stofnanir og þeirra starfsfólk. Það hjálpar okkur að skilja þarfir stofnananna og við fáum jafnframt að kynnast þeirri miklu þekkingu og mannauði sem þar er að finna“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðaherra.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum