Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2008 liggur nú fyrir.

Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 29,9 milljarða króna innan ársins, sem er 2,7 milljörðum lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 6,9 milljörðum hærri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 13,1 milljarð króna. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 27,5 milljarða króna, sem er 66,9 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - maí 2008

í milljónum króna

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
109.190
136.556
155.065
187.540
194.465
Greidd gjöld
113.248
126.546
126.171
146.011
159.083
Tekjujöfnuður
-4.057
10.009
28.894
41.529
35.382
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-
-
-
-39
Breyting viðskiptahreyfinga
1.110
1.557
-613
-8.955
-5.455
Handbært fé frá rekstri
-2.947
11.566
28.281
32.573
29.889
Fjármunahreyfingar
3.428
6.537
-2.428
-71.958
-2.351
Hreinn lánsfjárjöfnuður
481
18.102
25.853
-39.385
27.538
Afborganir lána
-28.389
-29.994
-38.104
-31.917
-16.341
Innanlands
-3.389
-13.770
-15.231
-20.808
-676
Erlendis
-25.000
-16.224
-22.873
-11.109
-15.665
Greiðslur til LSR og LH
-3.125
-1.550
-1.650
-1.650
-1.650
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-31.033
-13.442
-13.901
-72.952
9.547
Lántökur
40.861
9.273
11.010
46.452
9.233
Innanlands
17.318
4.005
2.910
42.061
9.233
Erlendis
23.544
5.268
8.100
4.391
-
Breyting á handbæru fé
9.828
-4.168
-2.890
-26.500
18.780

Innheimtar tekjur

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins námu rúmlega 194 ma.kr. sem er 3,9% aukning frá sama tíma árið 2007. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld 179 ma.kr. sem samsvarar um 12 ma.kr. aukningu á milli ára eða 6,9% að nafnvirði. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 6,9% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld eru því óbreytt að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur námu rúmlega 13 ma.kr. og jukust um 4,5% frá sama tímabili í fyrra en sá liður samanstendur að mestu af vaxtatekjum og tekjum af sölu vöru og þjónustu. Þá var eignasala ríkissjóðs um 2 ma.kr. á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Skattar á tekjur og hagnað námu 74 ma.kr. sem er aukning um 11,4% frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 38,5 ma.kr. og jókst um 4,9% að nafnvirði á milli ára. Tekjuskattur lögaðila nam 10 ma.kr. og jókst um 8% frá sama tíma árið áður. Skattur af fjármagnstekjum nam tæplega 26 ma.kr. og jókst um 24,3% að nafnvirði á milli ára en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar hvert ár. Innheimta eignarskatta nam um 3,5 ma.kr. sem er samdráttur upp á 21% á milli ára. Stimpilgjöld, sem eru um 80% eignarskattanna, drógust saman um 17,4% á tímabilinu.

Innheimta almennra veltuskatta nam tæplega 80 ma.kr. á fyrstu fimm mánuðum ársins og jókst um 3,9% að nafnvirði frá sama tíma árið áður en dróst hins vegar saman um 2,8% að raunvirði (miðað við hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar litið er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunlækkun veltuskatta 1,2%. Stærsti hluti veltuskattanna er virðisaukaskattur og skilaði hann ríkissjóði um 57 ma.kr. á tímabilinu sem er 3,2% aukning að nafnvirði frá fyrstu fimm mánuðum ársins 2007. Þar af skilaði hann tæpum 12 ma.kr. fyrir maímánuð sem er um 1,3 ma.kr. meira en reiknað var með í tekjuáætlun ársins. Virðisaukaskatturinn sem kemur inn í maí er af innflutningi í mánuðunum mars og apríl. Má leiða af því líkum að þessi háa upphæð endurspegli m.a. hærra innflutningsverð vegna gengisþróunar á árinu. Aðrir veltuskattar námu tæplega 23 ma.kr. frá janúar til maí, um 1 ma.kr. meira en í fyrra. Tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda námu 3 ma.kr. og jukust um 29% á milli ára. Þá var innheimta tryggingagjalda 17 ma.kr. sem er aukning um 4,9% frá sama tíma í fyrra.

Greidd gjöld

Greidd gjöld nema 159,1 milljarði króna og hækka um 6,9 milljarða króna frá fyrra ári, eða um 8,9%. Mest hækkun milli ára er á liðunum heilbrigðismál 3,2 milljarðar króna eða 8,4% og til almannatrygginga- og velferðarmála 3,1 milljarður króna eða 9,3%. Hlutfallslega er mest hækkun á liðnum varnarmál, en Ratsjárstofnun kemur inn sem ný stofnun undir þennan lið á þessu ári. Liðurinn Löggæsla, réttargæsla og öryggismál hækka um 17,2% eða 1,2 milljarða króna og vegur þar þyngst Landhelgissjóður vegna smíði varðskips með 850 milljóna króna hækkun á milli ára. Húsnæðis-, skipulags og veitumál hækka um 21,3% milli ára og munar þar mestu um auknar fjárveitingar vegna leiguíbúða.

Lánsfjárjöfnuður

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 9,5 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins, en lánsfjárþörfin var tæpir 73 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 27,5 milljörðum króna janúar til maí, en var neikvæður um 39,4 milljarða króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða króna kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 milljarða króna eiginfjárframlagi á síðasta ári.

Tekjur ríkissjóðs janúar - maí 2006-2008


í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld
145.768
167.154
178.769
20,2
14,7
6,9
Skattar á tekjur og hagnað
55.847
66.795
74.396
32,4
19,6
11,4
Tekjuskattur einstaklinga
31.711
36.716
38.520
11,3
15,8
4,9
Tekjuskattur lögaðila
10.214
9.313
10.059
157,7
-8,8
8,0
Skattur á fjármagnstekjur
13.922
20.766
25.816
43,1
49,2
24,3
Eignarskattar
4.740
4.556
3.599
-24,5
-3,9
-21,0
Skattar á vöru og þjónustu
68.517
76.808
79.804
17,3
12,1
3,9
Virðisaukaskattur
46.799
55.140
56.911
17,9
17,8
3,2
Vörugjöld af ökutækjum
5.009
3.629
4.658
24,7
-27,6
28,3
Vörugjöld af bensíni
3.471
3.665
3.547
-1,2
5,6
-3,2
Skattar á olíu
2.489
2.814
2.971
-1,8
13,1
5,6
Áfengisgjald og tóbaksgjald
4.242
4.525
4.581
3,3
6,7
1,2
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
6.506
7.034
7.136
42,1
8,1
1,5
Tollar og aðflutningsgjöld
1.567
2.210
2.852
27,1
41,0
29,0
Aðrir skattar
315
424
951
15,0
34,8
124,4
Tryggingagjöld
14.782
16.362
17.168
15,3
10,7
4,9
Fjárframlög
268
450
207
28,3
68,0
-54,0
Aðrar tekjur
8.742
12.730
13.304
-41,9
45,6
4,5
Sala eigna
287
6.782
2.185
-
-
-
Tekjur alls
155.065
187.116
194.465
13,6
20,7
3,9

Gjöld ríkissjóðs janúar - maí 2006-2008

 

 
í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
18.016
20.693
23.147
14,8
11,9
Þar af vaxtagreiðslur
6.393
7.263
7.630
13,6
5,1
Varnarmál
226
265
620
17,3
133,9
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
5.459
6.738
7.898
23,4
17,2
Efnahags- og atvinnumál
15.283
18.833
20.106
23,2
6,7
Umhverfisvernd
1.129
1.445
1.359
27,9
-5,9
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
173
183
222
5,8
21,3
Heilbrigðismál
33.988
37.675
40.865
10,8
8,4
Menningar-, íþrótta- og trúmál
5.818
6.932
7.454
19,1
7,5
Menntamál
14.288
16.393
17.983
14,7
9,7
Almannatryggingar og velferðarmál
28.483
32.985
36.040
15,8
9,3
Óregluleg útgjöld
3.309
3.870
3.389
16,9
-12,4
Gjöld alls
126.171
146.011
159.083
15,7
8,9

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum