Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Bók um krabbamein í 50 ár

Ríkisstjórnin hefur að tillögu heilbrigðismálaráðherra ákveðið að styrkja útgáfu bókar um krabbamein á Íslandi í 50 ár, sem Krabbameinsfélagið gefur út í vor. Bókin fjallar um krabbamein í mismunandi líffærum þar sem greint verður frá ýmsum þáttum hverrar tegundar, m.a. breytingum á nýgengi, lífshorfum og dánartíðni. Bókin er þannig úr garði gerð að hún nýtist almenningi til fróðleiks. Bókin er gefin út í tilefni 50 ára afmæli krabbameinsskrárinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira