Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný reglugerð í flugmálum

Föstudaginn 20.ágúst tók gildi reglugerð um ráðstafanir til að stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja.

Reglugerð nr. 678/2004, um breytingu á reglugerð nr. 680/1990 um ráðstafanir til að stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja hefur tekið gildi.

Með reglugerð þessari er verið að innleiða 4.-6. gr. viðauka við tilskipun Evrópusambandsins nr. 2000/797EB frá 27.nóvember 2000 um Evrópusamning um skipulag á vinnutíma farstarfsmanna í almenningsflugi sem gerður var milli Evrópusambands flugfélaga (AEA), Sambands félaga flutningaverkamanna í Evrópu (ETF), Evrópska flugliðasambandsins (ECA), Samtaka evrópskra svæðisflugfélaga (ERA) og Alþjóðasamtaka flutningaflugfélaga (IACA), sbr. ákvröðun EES-nefndarinnar um breytingu á XVIII viðauka við EES samninginn nr. 120/2001.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira