Hoppa yfir valmynd
1. september 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný reglugerð um endurveitingu ökuréttar

Þann 28. maí sl. samþykkti Alþingi lög um breytingu á umferðalögum nr. 84/2004

Í 9. gr. laganna, nr. 84/2004, er kveðið á um breytingu á 3. mgr. 106. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, þar sem ákvörðun um endurveitingu ökuréttar er flutt frá ráðuneytinu til embættis ríkislögreglustjóra. Breytingin tekur gildi í dag 1. september á sama tíma og reglugerð, nr. 706/2004, þar um. Eins og fram kom í frumvarpi með lagabreytingunni er miðað við að lögreglustjórum landsins verði falið að sjá um framkvæmdina.

Stjórnsýsla þessara mála verður skilvirkari auk þess sem umsækjandi um endurveitingu geti kært synjun lögreglustjóra á endurveitingu til ráðuneytisins telji hann gengið á rétt sinn. Með þessu verða til tvö stjórnsýslustig við meðferð þessara mála sem eykur réttaröryggi borgaranna í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira