Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs ársins 2008 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu var handbært fé frá rekstri neikvætt um 12,3 ma.kr. innan ársins, sem er 73,3 milljörðum verri útkoma en á árinu 2007. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 398,4 ma.kr., sem er 396,3 milljörðum króna lakari útkoma en árið áður og skýrist sá mismunur að mestu af aðgerðum ríkisstjórnar vegna falls bankakerfisins.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–desember 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
280.696
399.289
381.336
454.066
444.751
Greidd gjöld
280.382
308.382
314.716
369.583
643.935
Tekjujöfnuður
315
90.905
66.619
84.483
-199.184
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
0
-57.605
-384
-6.170
-40
Breyting viðskiptahreyfinga
-607
-1.286
-516
-17.355
186.915
Handbært fé frá rekstri
-292
32.014
65.719
60.958
-12.310
Fjármunahreyf-
ingar
22.700
49.874
-91.154
-63.102
-386.106
Hreinn lánsfjárjöfnuður
22.408
81.888
-25.435
-2.144
-398.416
Afborganir lána
-32.477
-62.305
-46.097
-33.837
-120.625
Innanlands
-7.291
-14.596
-23.223
-22.505
-104.713
Erlendis
-25.186
-47.709
-22.873
-11.332
-15.912
Greiðslur til
LSR
og LH
-7.500
-5.482
-4.000
-12.500
-4.000
Lánsfjárjöfn-
uður, brúttó
-17.569
14.101
-75.531
-48.481
-523.041
Lántökur
25.867
10.234
115.713
58.939
601.955
Innanlands
9.740
10.234
25.892
58.754
558.118
Erlendis
16.127
-
89.821
185
43.837
Breyting á handbæru fé
8.298
24.335
40.182
10.457
78.914


Innheimtar tekjur ríkissjóðs voru 444,8 ma.kr. á árinu 2008 sem er samdráttur um 9,3 ma.kr. frá sama tíma í fyrra, eða 2,1% samdráttur að nafnvirði. (Við samanburð milli ára er hér horft á niðurstöðu ríkisreiknings um innheimtar tekjur á árinu 2007 að undanskilinni tekjufærslu vegna endurmats ríkisfyrirtækja.) Tekjuáætlun fjárlaga á greiðslugrunni var upp á 455,5 ma.kr. og fjáraukalaga upp á 450,6 ma.kr. og eru tekjurnar því heldur minni en áætlað hafði verið, eða tæpum 6 milljörðum undir áætlun fjáraukalaga og munar þar mest um minni fjármagnstekjuskatt, minni tekjuskatt lögaðila en gert var ráð fyrir í ljósi álagningar á lögaðila og minni tekjur af sölu eigna. Skatttekjur og tryggingagjöld lækka á milli ára en þau námu 391 ma.kr. árið 2008 samanborið við 395,4 ma.kr. árið 2007. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 12,3% (VNV án húsnæðis) og er raunsamdráttur milli áranna því um 11,9%. Á síðasta þriðjungi ársins var samdrátturinn að raunvirði 23,7%, hinn mesti um árabil. Aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs jukust um 33,3% og þar af er mest hækkun á vaxtatekjum af bankainnstæðum. Þá nam sala eigna 2,9 ma.kr. á árinu 2008.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 153 ma.kr. á árinu 2008 sem er 6,3% aukning að nafnvirði frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga um 88 ma.kr. sem er 4,9% aukning að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila nam 29,5 ma.kr. og dróst saman um 15,1% frá sama tíma árið áður. Skattur af fjármagnstekjum nam 35,4 ma.kr. og jókst um 40,2% á milli ára. Innheimta eignarskatta var um 8 ma.kr. sem er samdráttur um 3,9 ma.kr. eða 32,9% á milli ára og er hann að mestu tilkominn vegna samdráttar í stimpilgjöldum en þau drógust saman um 3,4 ma.kr. á síðastliðnu ári.

Innheimta almennra veltuskatta gefur ágæta mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Innheimtan nam 179,4 ma.kr. á árinu 2008 sem er samdráttur upp á 6,6% að nafnvirði frá árinu 2007, og 16,8% raunsamdráttur (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Samdráttur að raunvirði milli ára, miðað við 4 mánaða hlaupandi meðaltal, hefur aukist hratt á síðustu mánuðum og er nú 29%. Virðisaukaskattur skilaði ríkissjóði 127,4 ma.kr. á tímabilinu sem er 5,9% samdráttur að nafnvirði frá árinu 2007 og 16,2% raunsamdráttur. Þá dróst virðisaukaskattur í desembermánuði saman um 14,8% að nafnvirði en hann kemur af smásölu fyrir mánuðina september og október. Innheimta virðisaukaskatts í desember var þó 1,7 ma.kr. meiri en ella hefði verið vegna sérstakrar greiðslufrestunar sem var heimiluð í nóvember og fól í sér að afborgun nóvembermánaðar var að hluta færð yfir í desember og janúar. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða þriðjungs samdráttur á árinu 2008 og 93,1% samdráttur í desembermánuði einum, sem endurspeglar mikinn samdrátt í innflutningi bifreiða. Þá drógust vörugjöld af bensíni saman um 4,7% á síðastliðnu ári en áfengis- og tóbaksgjald var nánast óbreytt að nafnvirði á milli ára. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu 5,7 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum voru 41 ma.kr. sem er aukning um annars vegar 7,5% og hins vegar 4,9% á milli ára.

Greidd gjöld nema 643,9 ma.kr. og hækka um 274,3 ma.kr. frá fyrra ári eða um rúm 74%. Tæplega 200 ma.kr. af þeirri fjárhæð skýrist af tapi á kröfum sem ríkissjóður yfirtók frá Seðlabanka Íslands vegna falls bankanna. Ef ekki hefði komið til þessarar gjaldfærslu þá hefðu útgjöldin verið 82,2 milljörðum hærri en árið 2007 og 10 milljörðum innan heimilda fjárlaga. Útgjöld til almannatrygginga- og velferðarmála námu 109,3 ma.kr. og hækka um 22,7 milljarða á milli ára eða 26,2%. Þar munar mest um að lífeyristryggingar hækka um 11,6 ma.kr. á milli ára, útgjöld vegna atvinnuleysistryggingasjóðs hækka um 2,3 ma.kr., fæðingarorlofsgreiðslur um 1,7 ma.kr. og vaxtabætur um 1,4 ma.kr. Útgjöld til almennrar opinberrar þjónustu námu 68,1 ma.kr. á árinu 2008 og jukust um 15,8 ma.kr. á milli ára eða um 30,3%. Þar af skýra aukin vaxtagjöld ríkissjóðs tæpa 10,4 ma.kr., Þróunarsamvinnustofnun og önnur þróunarmál skýra 1,3 ma.kr. og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 869 milljónir króna. Útgjöld til heilbrigðismála námu 109,2 ma.kr. á árinu 2008 og jukust um 15,9 ma.kr. milli ára eða 17,1%. Þar skýra útgjöld til Landspítala 4,4 ma.kr., sjúkratrygginga 4,1 ma.kr., heilbrigðisstofnana 1,5 ma.kr. og heilsugæslustöðva 1 ma.kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála námu 67,7 ma.kr. á árinu 2008 og jukust um 14,9 ma.kr. milli ára, sem skýrist að mestu af framkvæmdum og rekstri Vegagerðarinnar sem hækkaði um 8,5 ma.kr. milli ára. Útgjöld til menntamála námu 43,2 ma.kr. og jukust um 5,4 ma.kr. á milli ára, þar af jukust útgjöld til LÍN um 1,1 ma.kr. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála námu 19,3 ma.kr. og jukust um 3,5 ma.kr. og útgjöld til menningar-, íþrótta- og trúmála námu 17,4 ma.kr. og jukust um 1,5 ma.kr. á milli ára.

Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 398,4 ma.kr. á árinu. Afborganir lána námu 120,6 ma.kr., þar af voru 104,7 ma.kr. vegna innlendra skulda. Greiðslur til LSR og LH námu 4 ma.kr. Lántökur námu 602 ma.kr. þar sem 558,1 ma.kr. voru teknir að láni innanlands. Stór hluti af lántökunum er til kominn vegna falls bankanna og er þar helst að telja 270 ma.kr. skuldabréf til kaupa á kröfum vegna veðlána og daglána sem tryggðar eru með verðbréfum útgefnum af gömlu bönkunum og öðrum fjármálafyrirtækjum. Þá voru yfirtekin verðbréfalán að fjárhæð 100 ma.kr.

Tekjur ríkissjóðs janúar-desember 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld 354.209 395.384 391.027 12,5 11,6 -1,1
Skattar á tekjur og hagnað 126.192 143.937 152.935 24,5 14,1 6,3
Tekjuskattur einstaklinga 78.228 83.933 88.040 13,3 7,3 4,9
Tekjuskattur lögaðila 31.369 34.790 29.539 103,9 10,9 -15,1
Skattur á fjármagnstekjur 16.595 25.214 35.355 -1,8 51,9 40,2
Eignarskattar 9.172 11.834 7.936 -38,5 29,0 -32,9
Skattar á vöru og þjónustu 175.692 192.086 179.444 9,0 9,3 -6,6
Virðisaukaskattur 122.400 135.388 127.387 10,1 10,6 -5,9
Vörugjöld af ökutækjum 10.230 11.005 7.345 -0,2 7,6 -33,3
Vörugjöld af bensíni 8.995 9.168 8.738 2,4 1,9 -4,7
Skattar á olíu 6.553 7.292 7.280 63,2 11,3 -0,2
Áfengisgjald og tóbaksgjald 11.371 11.949 11.958 7,7 5,1 0,1
Aðrir skattar á vöru og þjónustu 16.142 17.284 16.737 -1,6 7,1 -3,2
Tollar og aðflutningsgjöld 4.170 5.297 5.693 20,0 27,0 7,5
Aðrir skattar 1.758 3.081 3.946 7,2 75,3 28,1
Tryggingagjöld 37.226 39.150 41.072 15,4 5,2 4,9
Fjárframlög 1.668 927 1.026 119,6 -44,4 10,7
Aðrar tekjur 24.506 37.354 49.783 -2,7 52,4 33,3
Sala eigna 953 20.401 2.915 - - -
Tekjur alls 381.336 454.066 444.751 -4,5 19,1 -2,1


Gjöld ríkissjóðs janúar–desember 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
44.249
52.259
68.097
18,1
30,3
Þar af vaxtagreiðslur
14.908
17.090
27.463
14,6
60,7
Varnarmál
746
977
1.616
30,9
65,4
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
13.561
15.802
19.325
16,5
22,3
Efnahags- og atvinnumál
43.622
52.759
67.685
20,9
28,3
Umhverfisvernd
3.509
4.040
4.656
15,1
15,2
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
488
544
744
11,5
36,8
Heilbrigðismál
85.959
93.314
109.240
8,6
17,1
Menningar-, íþrótta- og trúmál
14.627
15.906
17.423
8,7
9,5
Menntamál
33.789
37.837
43.192
12,0
14,2
Almannatryggingar og velferðarmál
73.486
86.628
109.297
17,9
26,2
Óregluleg útgjöld
23.277
9.518
202.660
-59,1
2.029,2
Gjöld alls
337.311
369.583
643.935
9,6
74,2




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum