Hoppa yfir valmynd
31. mars 2010 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breyttri reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 501/1997 er nú til umsagnar á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til 9. apríl næstkomandi.

Breytingarnar eru tilkomnar vegna kröfu um að ökunemi fái þjálfun í ökugerði sem liður í almennu ökunámi. Með reglugerð nr. 245/2007, sem er breyting á reglugerð um ökuskírteini, var fyrst gerð krafa um að ökunemi fengi þjálfun í ökugerði sem liður í almennu ökunámi. Framkvæmd þessa ákvæðis var síðan frestað tvívegis þar sem ekki var aðstaða fyrir hendi til slíkrar kennslu hér á landi.

Hægt hefur gengið að koma upp fullbúnum ökugerðum hér á landi og því hefur verið litið til þess að sambærileg þjálfun geti farið fram í bifreið sem fest er ofan á skrikvagn, svokallað „skidcar". Ljóst er að ekki eru gerðar sömu kröfur til umhverfis og aðstöðu þar sem slík kennsla fer fram og gildir um ökugerði. Því er lagt til í hjálögðum drögum að bætt verði við reglugerð um ökuskírteini nýjum viðauka, XIII. viðauka, þar sem fram koma þær sértæku kröfur sem gerðar eru til kennslu með skrikvagni og eru frábrugðnar þeim sem eiga við um þjálfun í ökugerði.

Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin eru sem fyrr segir til 9. apríl n.k. og skulu umsagnir sendar á [email protected].

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira