Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2007 Félagsmálaráðuneytið

Félagsmálaráðherra skipar stjórn Vinnueftirlits ríkisins

vinnueftirlit
Vinnueftirlit ríkisins

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur skipað níu manna stjórn Vinnueftirlits ríkisins til fjögurra ára í samræmi við lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Formaður stjórnar er Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Aðrir í stjórninni eru Guðrún Kr. Óladóttir og Halldór Grönvold, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Inga Rún Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna, Sigríður Kristinsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Gunnar Björnsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Hersir Oddson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Jón Rúnar Pálsson og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.

Stjórnin ber ábyrgð gagnvart félagsmálaráðherra á faglegri stefnumótun Vinnueftirlits ríkisins og er ráðherra og forstjóra Vinnueftirlits ríkisins til ráðgjafar í málum er tengjast bættum aðbúnaði, öryggi og hollustuháttum á vinnustöðum. Stjórnin skal gera tillögur til ráðherra um úrbætur á sviði vinnuverndar, þar á meðal um hvort þörf er á lagabreytingum eða setningu reglugerða eða annarra reglna.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira