Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2023 Matvælaráðuneytið

Streymt frá kynningu á niðurstöðum Auðlindarinnar okkar

Frá Eyjafirði. - myndDL

Lokaniðurstöður starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar  verða kynntar á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 12.15. Verður streymt frá kynningunni og skýrslan Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur gerð aðgengileg á sama tíma.

Auðlindin okkar er opið og gagnsætt verkefni sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti af stað í maí 2022 með þátttöku fjölmargra sérfræðinga. Markmið verkefnisins er hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag og byggir á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar: umhverfi, efnahag og samfélagi.

Eftir að skýrslan hefur farið í samráðsgátt stjórnvalda verður unnið nýtt frumvarp til nýrra heildarlaga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar. Kynning skýrslunnar og þeirra tillagna sem þar eru fram settar marka því ekki endalok vinnunnar, heldur upphaf að frekari umræðu og vinnu um málefnið svo sem í gegnum samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og samráðsgátt stjórnvalda.

Samhliða vinnu við verkefnið voru unnin drög að stefnu um sjávarútveg sem m.a. byggja á matvælastefnu til 2040. Stefnan inniheldur framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040, gildi sjávarútvegs og áherslur og er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku um sjávarútveg í sátt við umhverfi og samfélag.

Streymið verður aðgengilegt hér, og skýrslan Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur  hér þegar streymi hefst.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum