Hoppa yfir valmynd
10. mars 2008 Utanríkisráðuneytið

Høgni Hoydal heimsækir Ísland fyrst ríkja

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Høgni Hoydal
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Høgni Hoydal, utanríkisráðherra Færeyja

Høgni Hoydal, sem fer með utanríkismál í færeysku landsstjórninni, ræddi viðskipta-, mennta- og utanríkismál á fundi sem hann átti með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í gær. „Okkur er það mikill heiður að Hoydal skuli heimsækja Ísland fyrst landa í nýju embætti,” sagði Ingibjörg Sólrún, en þetta er fyrsta erlenda heimsókn Hoydal frá því að hann tók við í kjölfar kosninga í Færeyjum sem haldnar voru í janúar sl.

Starfsystkinin ræddu uppbyggingu utanríkisþjónustu Færeyja, um Hoyvíkur-samninginn, sem er viðskiptasamningur Íslands og Færeyja, um áframhaldandi stuðning Íslands við þá ósk Færeyinga að verða aðilar að EFTA, nemenda- og kennaraskipti á öllum skólastigum og loðnuveiðar, svo fátt eitt sé nefnt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum