Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2017 Matvælaráðuneytið

Ný heimasíða og myndband um Matarauð Íslands

Af hverju fóru Íslendingar að nota mjólkursúr til að geyma matinn sinn? Hver eru matarsérkenni Vesturlands? Var kræklingasúpa margreynt ráð við svefnleysi fyrr á öldum? Hver er sérstaða íslensks hráefnis? Hvar og hvenær eru matarviðburðir? Hvernig hefur sjálfbærni í matvælaframleiðslu áhrif á heilsu okkar? Hvað gera matarfrumkvöðlar?

Þetta og svo margt fleira sem tengist mat og matarmenningu okkar Íslendinga er að finna á nýrri vefsíðu Matarauðs Íslands. Tilgangur vefsíðunnar er að vekja athygli á fjölbreytileika og gæðum íslensks matar og þeim ríkulegu hefðum sem við búum við. Samhliða þessu hefur verið framleitt myndband um íslenskan matarauð.  

Matur er stór hluti af ímynd þjóða og speglar náttúruna, söguna og tíðarandann. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi angi innan ferðaþjónustunnar og ljóst að mikil tækifæri í matvælaframleiðslu eru samfara stórauknum fjölda erlendra ferðamanna.

Verkefnið Matarauður Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er megin tilgangur þess að auka ásókn í íslenskar matvörur og efla jákvæða ímynd þeirra og  með því að styrkja verkefni sem stuðla að eflingu matarferðaþjónustu og annarra atvinnutækifæra í tengslum við matarauðinn okkar um land allt. Að leiðarljósi er matvælastefna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samvinna atvinnugreina.

  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum