Hoppa yfir valmynd
21. desember 2007 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008

Tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 7. desember sl. um áætluð framlög til sveitarfélaga árið 2008.

Tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 7. desember sl. um áætluð framlög til sveitarfélaga árið 2008.

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lagði til að fyrsta tillaga að úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2008, sbr. 4. gr. rgl. nr. 351/2002, næmi um 1.317,7 m.kr. Annars vegar er um að ræða áætlað framlag til Reykjavíkurborgar að fjárhæð 680 m.kr. á grundvelli samnings vegna reksturs sérskóla/sérdeilda, sem áður voru rekin af ríkinu, en hins vegar áætlað framlag að fjárhæð um 691 m.kr. vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri sem lögheimili eiga í öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg.

Skjal fyrir Microsoft ExcelÁætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2008

Áætluð útgjaldajöfnunarframlög

Jafnframt lagði ráðgjafarnefndin til að áætlun um heildarúthlutun úgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2008, sbr. 13. gr. rgl. nr. 113/2003, næmi 4.400 milljónum króna.

Framlögin verða greidd mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.

Skjal fyrir Microsoft ExcelÁætluð útgjaldajöfnunarframlög 2008

Áætluð almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla

Ráðgjafarnefndin hefur gert tillögu að áætlun um úthlutun almennra jöfnunarframlaga til sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla á árinu 2008, sbr. 3. gr. rgl. nr. 351/2002.

Áætlað er að heildarfjárhæð almennra jöfnunarframlaga á árinu nemi 4.651 m. kr. Niðurstöðuna gagnvart einstökum sveitarfélögum er að finna í meðfylgjandi yfirliti.

Skjal fyrir Microsoft ExcelÁætluð almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2008

Áætluð framlög vegna húsaleigubóta

Áætlanir sveitarfélaga um heildargreiðslur húsaleigubóta á árinu 2008 nema samtals um 1.636 m.kr. Að teknu tilliti til þess fjármagns sem Jöfnunarsjóður hefur til ráðstöfunar til greiðslu framlaga vegna húsaleigubóta, samþykkti ráðgjafarnefndin að gera tillögu til félagsmálaráðherra um að áætlað greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs á árinu 2008 vegna greiðslu sveitarfélaga á húsaleigubótum næmi 58%.

Samþykkti nefndin því að leggja til að fyrsta tillaga að úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum á árinu 2008, sbr. rgl. nr. 122/2003, næmi samtals um 949 m.kr.

Skjal fyrir Microsoft ExcelÁætluð framlög vegna húsaleigubóta á árinu 2008



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum