Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sendiráðið vekur athygli á að sveitarstjórnakosningar fara fram 14. maí nk. Samhliða þeim fer fram íbúakosning í sveitarfélaginu Hornarfirði.

Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á:

    a. hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á skráð lögheimili í sveitarfélaginu,

    b. hver danskur, finnskur, norskur og sænskur ríkisborgari, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar,

    c. hver erlendur ríkisborgari, annar en greinir í b-lið, sem átt hefur skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar.

Tekið verður á móti kjósendum eftir páska í sendiráðinu alla virka daga á milli kl. 10:00 – 15:00 fram að kjördegi. Kjósendur sem hyggjast greiða atkvæði hjá kjörræðismönnum er bent á að hafa samband beint við viðkomandi ræðismann til að bóka tíma eftir samkomulagi. Lista yfir ræðismenn í umdæmi sendiráðsins má finna á vef sendiráðsins.

Athygli kjósenda er vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Kjósendur þurfa að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum