Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Endurgreiðslur allt að því tvöfaldaðar

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér að endurgreiðslur aukast vegna kaupa á þjónustu talmeinafræðinga sem ekki eru á samningi við ráðherra. Samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í lok nóvember 2007 var reynt að koma til móts við einstaklinga, sem sóttu sér þjónustu talmeinafræðinga, sem sagt höfðu sig af samingi við ráðherra. Þetta var gert með því að niðurgreiða algengustu meðferðina um 2.000,- krónur og upp í 6.000,- krónur t.d. þegar um fyrstu greiningu var að ræða. Reglugerðin kom þannig til móts við einstaklinga sem þurftu sjálfir að greiða fyrir þjónustu talmeinafræðinga eftir að þeir sögðu sig af samningi við ráðherra, en endurgreiðslurnar eru háðar samningum. Breytingin á reglugerðinni nú þýðir að með þjálfunarkortinu getur sú upphæð tvöfaldast sem menn geta fengið endurgreidda hjá Tryggingastofnun ríkisins, eða umboðsmönnum stofnunarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum