Hoppa yfir valmynd
26. júní 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Lyfjastofnun lýsir áhyggjum af mikilli notkun methylfenidats

Lyfjastofnun
Lyfjastofnun

Notkun methylfenidatslyfja jókst um 14,4% milli áranna 2011 og 2012. Notkun þessara lyfja er með því mesta sem þekkist. Lyfin eru ætluð við athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum en árið 2012 var um 59% lyfja í þessum flokki ávísað til sjúklinga 18 ára og eldri. 

Í frétt á vef Lyfjastofnunar er fjallað um sívaxandi notkun methylfenidats hér á landi og lýsir stofnunin áhyggjum sínum af þessari miklu notkun, ekki síst vegna vísbendinga um misnotkun og svartamarkaðssölu. Í fréttinni kemur fram að notkun á lyfjum sem innihalda metylfenidat hér á landi sé meiri en tvöföld á við notkun þeirra hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. 

Í frétt Lyfjastofnunar segir meðal annars: Lyf í þessum flokki eru ætluð við athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum á aldrinum 6 til 18 ára. Mestum hluta lyfjanna er þó ávísað til fullorðinna. Um 59% af ávísuðum lyfjum í þessum flokki árið 2012 var til sjúklinga 18 ára og eldri.

Nýgenginn dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur er staðfesting þess að hluti ávísaðra lyfja endar á svörtum markaði með lyf. Lyfjastofnun vill því hvetja lækna að gæta hófs við ávísanir lyfja sem þekkt er að eftirspurn er eftir á svörtum markaði og endurmeta stöðugt þörf viðkomandi sjúklings fyrir þau lyf sem honum eru ávísuð. Einnig hvetur Lyfjastofnun lyfjafræðinga í lyfjabúðum til að halda vöku sinni og láta viðeigandi stofnanir vita þegar grunur vaknar um misferli.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira