Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2020

Sendiherra aðalræðumaður á ráðstefnu fyrir verðandi kvenleiðtoga

Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, var aðalfyrirlesari á Global Women's Leadership 2020 sem haldin var á dögunum.  - mynd

Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, var á dögunum aðalfyrirlesari (aðalræðumaður) á ráðstefnu kvenleiðtoga sem haldin var af stærstu frétta- og upplýsingaveitu Japans, Nikkei Group, undir heitinu Global Women´s Leadership Summit 2020 (GWLS). GLWS er árleg ráðstefna og er einn stærsti viðburður sinnar tegundar er snýr að jafnréttismálum í Japan (og er flaggskip Nikkei Womenomics Project verkefnis Nikkei hópsins).

Þess má geta að aðalræðumaður ráðstefnunnar í fyrra var bandaríski rithöfundurinn Sally Helgesen, en Helgesen hefur verið nefnd sem helsti og áhrifamesti sérfræðingur í málefnum kvenna í forystuhlutverkum á heimsvísu.

Að lokinni ræðu sinni tók sendiherra þátt í pallborðsumræðu ásamt japönskum sérfræðingum þar sem aðalmálefnin voru konur í forystu hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Að lokinni ræðu sinni tók sendiherra þátt í pallborðsumræðu ásamt japönskum sérfræðingum þar sem aðalefnin voru konur í forystu hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Sendiherra tók þátt í pallborðsumræðum ásamt japönskum sérfræðingum þar sem rætt var um konur í forystu hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum