Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2023 Utanríkisráðuneytið

Barnaheill: Vetrarklæðnaður og teppi í frosthörkum Úkraínu

Ljósmynd: Barnaheill. - mynd

Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – vekja athygli á því að raforkuframleiðsla í Úkraínu hafi minnkað um meira en helming frá því í október þegar Rússar settu aukinn kraft í árásir. Samtökin veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð, dreifa meðal annars vetrarklæðnaði og teppum til barna á svæðum þar sem átök eru. Enn fremur gefa samtökin fjölskyldum hitara, kol fyrir ofna, mat, reiðufé, eldsneyti, veita sálrænan stuðning og fleira.

„Rafmagnsleysi hefur áhrif á allt landið og mörg heimili eru oft rafmagnslaus í 8-12 klukkustundir á dag,“ segir í frétt Barnaheilla. „Þetta kemur sér illa yfir vetrarmánuðina en í janúar hefur kuldinn farið niður í fimmtán stiga frost sums staðar í landinu. Rafmagnsnotkun sjúkrahúsa er í forgangi og er reynt að tryggja að sjúkrahús hafi ávallt rafmagn. Fjöldi barna fæðist á sjúkrahúsunum í Úkraínu við erfiðar aðstæður.“

,,Börn sem fæðast í kulda fæðast ekki við góðar aðstæður. Við reynum eftir bestu getu að halda spítalanum gangandi með rafmagni en stundum verður rafmagnslaust. Þá getum við einungis veitt fyrstu aðstoð og óskað eftir brottflutningi fyrir nýbura og aðra sjúklinga,” segir forstjóri héraðssjúkrahúss í Sumy héraði, sem liggur við landamæri Rússlands. Í Sumy hafa átök verið hörð milli Rússa og Úkraínumanna.

Nánar á fréttasíðu alþjóðsamtaka Barnaheilla.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum