Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2021 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska reglugerð um tölvuvædd flugbókunarkerfi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á reglugerð um tölvuvædd bókunarkerfi í flugi. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 18. maí.

Aðferðir sem hægt er að nota til að bóka flug á internetinu hafa tekið miklum breytingum á síðustu tíu árum auk þess að fleiri leiðir standa til boða en áður. Með samráðinu hyggst framkvæmdastjórnin ganga úr skugga um það hvort reglur sem gilda um slík kerfi gegni enn hlutverki sínu og hvernig aðlaga skuli reglurnar ef þörf krefur.

Verði breyting gerð á reglugerðinni verður hún rædd á vettvangi EES-samstarfsins og síðan innleidd hér á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum