Hoppa yfir valmynd
7. september 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Styttist í opnun Fáskrúðsfjarðarganga

Samgönguráðherra sprengdi haftið á jarðgöngum á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar.

Haftið rofið á jarðgöngum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar við fögnuð viðstaddra
Í Fáskrúðsfjarðargöngum

Samgönguráðherra tendraði síðustu sprenginguna sem losaði haftið á jarðgöngum á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar við hátíðlega athöfn á laugardag. Vinna hefur staðið yfir við gerð gangnanna undanfarna fimmtán mánuði, en stefnt er að því að göngin verði tilbúin haustið 2005.

Göngin munu bæði stækka atvinnusvæðið og stórbæta samgöngukerfi landsmanna í heild sinni, en göngin munu stytta vegalengdina milli fjarðanna tveggja um þrjátíu kílómetra. Göngin eru einnig liður í því að auka öryggi á vegum landsins, en gamli vegurinn þykir varasamur einkum í Skriðunum og hafa heimamenn lengi talið gerð gangnanna mikið hagsmunamál. Göngin verða tvíbreið, 5,7 kílómetra löng og er áætlaður verktakakostnaður við göngin um 3,2 milljarðar króna.

Haftið rofið á jarðgöngum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar við fögnuð viðstaddra
Í Fáskrúðsfjarðargöngum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira