Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini til umsagnar

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini. Umsagnarfrestur er til og með 5. desember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Með reglugerðinni eru innleiddar breytingar á tilskipun, reglugerð og ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB sem gerð er grein fyrir hér að neðan og um leið er nafni Umferðarstofu breytt í Samgöngustofu þar sem það kemur fyrir í textum þeirra.

Breytingarnar eru aðallega þessar:

Innleidd er tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/36/ESB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 143/2012.

Þá er innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2012 um tæknilegar kröfur að því er varðar ökuskírteini með geymslumiðli (örflögu) sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2013.

Einnig er innleidd ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/21/ESB um jafngildi milli flokka ökuskírteina sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202/2013

Reglugerðin er sett samkvæmt 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, og á að öðlast gildi 31. desember 2013.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum