Hoppa yfir valmynd
10. mars 2015 Innviðaráðuneytið

Breyting á reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn á netfangið [email protected] til og með 20. mars næstkomandi.

Breytingarnar varða reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja og eru þær þríþættar. Í fyrsta lagi er lagt til að létt bifhjól í flokki 1 verði undanþegin skoðunarskyldu rétt eins og torfærutæki og dráttarvélar.

Í öðru lagi er um að ræða breytingu á ákvæði um vegaskoðun vörubifreiða og hópbifreiða í núgildandi reglugerð til að koma til móts við kröfur Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Með breytingunni verður ákvæðið í fullu samræmi við tilskipun 2000/30/EB.

Í þriðja lagi er orðalag gert skýrara en það er á nokkrum stöðum í núgildandi reglugerð. Efnislegar breytingar eru því eingöngu tvær.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum