Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2015 Utanríkisráðuneytið

Varað við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs á fundi SÞ

IMG_0771

Á fundi sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boðaði í gær, varaði Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ við uppgangi kynþátta- og útlendingahaturs og auknum ofbeldisverkum í garð trúarhópa. Mikilvægt sé að muna að árás á einn hóp sé jafnframt árás á þau grundvallargildi sem við höldum í heiðri. Íslensk stjórnvöld leggi áherslu á mikilvægi þess að berjast gegn kynþáttahatri, fordómum gegn trúarhópum og mismunum byggðri á kynferði, trúarbrögðum, skoðunum og þjóðernisuppruna.

Í ræðu sinni benti fastafulltrúi Íslands á að útlendingahatur og kynþáttafordómar væru æ meira áberandi í umræðu og athöfnum. Slíkt væri ógnun við getu þjóðfélaga að lifa saman í sátt og að sýna menningu og trú annarra umburðarlyndi. Aukning ofbeldisverka gegn trúarhópum, þeirra á meðal gyðingum, væri mikið áhyggjuefni, svo og hatursumræða, ekki síst á netinu. Sagði hann að uppgangur kynþáttafordóma og útlendingahaturs væri sérstaklega átakanlegur í ljósi sögu Evrópu.

Ræða fastafulltrúa (á ensku)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum